Thursday, October 24, 2013

Pistill úr klefanum hjá Mfl. ÍR Handbolta

Góðir ÍR ingar.

Þegar leikmenn gengu til búningsherbergja eftir leik á móti Haukum í sl. viku er óhætt að segja að það hafi verið þrungið andrúsmloft í klefanum að Ásvöllum.  

Við sköfum ekkert af því að við vorum virkilega vonsviknir yfir því að tapa niður unnum leik.
Við eigum að vita að það er ekki nóg að vera yfir nær allan tímann og ætla sér síðan að spila síðan síðustu  mínúturnar til þess eins að  halda fengnum hlut.  

Það má ekki hika, heldur verður að spila á fullu gasi og  klára leikinn eins og hann hófst,  því sportið er grimmt og andstæðingarnir eru fljótir að refsa þegar mistök verða.    Ef við gerum þennan leik upp í einni setningu yrði hún einfaldlega -  "Hrikaleg vonbrigði"

En nú styttist í næsta leik sem er á móti FH á heimavelli í kvöld kl. 20:00
Leikmenn koma vel undan helginni og eru staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti Haukum , enda á  EKKERT lið  að geta komið í Austurberg og talið sig geta tekið stigin sem í boði eru þar því þetta er okkar heimavöllur.

Dagsskipunin liðsins er einföld og á þá leið að við ætlum okkur SIGUR og komast þannig aftur á toppinn í deildinni.

Til þess að það gangi eftir þá þurfum við einnig ykkar hjálp í stúkunni kæru ÍR-stuðningsmenn.

Þið hafið oft hjálpað okkur yfir erfiða hjalla og vonumst við leikmenn til þess að þið fjölmennið í kvöld til að sjá um stemninguna í stúkunni með trommuslætti og látum og verðið þannig okkar 8 maður inni á vellinum eins og ávalt.

Þið eruð styrkurinn, umgjörðin og ástæðan fyrir því að við fáum komment eins og þessi frá öðrum liðum í sjónvarps og blaðaviðtölum fyrir og eftir leiki.

 "Síðan er alltaf gaman að leika í íþróttahúsinu í Austurbergi þar sem ævinlega eru margir áhorfendur og stemningin virkilega góð«

Þarf að segja meira ?

Sjáumst spræk og eigum góðan dag í Berginu á eftir.

Kveðja
Leikmenn Mfl.  ÍR Handbolta


Monday, September 9, 2013

foreldrafundur 2000 árgangs

Foreldrafundur verður haldin fimmtudaginn 12. september klukkan 20 í ÍR-heimilinu.
  1. mót vetrarins
  2. kosið í foreldraráð
  3. önnur mál
Einnig ætla ég að biðja ykkur um að færa ykkur yfir á póstlista fyrir 5. flokk eldri ár.

kveðja
Diddi 

Reykjavíkurmót yngri flokka (frétt HSÍ)

Hér að neðan má sjá skiptingu Reykjavíkurmóta en þau verða haldin í haust.

Niðurröðun mótanna er:

Flokkur

Mótshaldari

Tímas.

Leiktími

2.fl

13.-15. sept

2*25 min

3.fl kv

Valur

20.-22. sept

2*25 min

3.fl ka

Valur

20.-22. sept

2*25 min

4.fl kv

Víkingur

13.-15. sept

2*20 min

4.fl ka

ÍR

13.-15. sept

2*20 min

5.fl kv

Fylkir

13.-15. sept

2*10 min

(2*15 í úrslitum)

5.fl ka

Þróttur

13.-15. sept

2*10 min

(2*15 í úrslitum)

6.fl kv

KR

13.-15. sept

2*10 min

6.fl ka

Fram

13.-15. sept

2*10 min

 

Þar sem það eru 5 lið eða færri skal leika það í einum riðli. Ef það eru 6 lið eða fleiri skal leika mótið í 2 riðlum.

Úrslitahelgi verður svo haldin fyrir 4.-6. Flokk sunnudaginn 22.september í Laugardalshöll. Hvert félag verður úthlutað umsjón með leikjum þar.

Í 4.-6. Flokki skal leika eldra og yngra ár.

Monday, August 26, 2013

Æfingarnar eru byrjaðar

Þá er komið að því. Æfingarnar eru að byrja aftur hjá 2000 árganginum. Fyrsta æfingin verður á morgun kl. 18 í Austurbergi.

Kveðja
Diddi.

Monday, May 27, 2013

Handboltaskóli ÍR

Handboltaskóli ÍR verður haldin í Júní og ágúst fyrir krakka á aldrinum 11-16 ára ( árg 97-02). Skólastjórar verða Diddi og Stulli.

Handboltaskólinn verður frá 10-24 júni og kostar 14.500 kr og í ágúst verður hann frá 6-19 ágúst og kostar þá einnig 14.500 kr.

11-12 ára (01-02) Verða frá kl 09.00-11.00
13-14 ára (99-00) Verða frá kl 11.00-13.00
15-16 ára (97-98) Verða frá kl 13.30-15.30

Takmarkaður fjöldi í hverjum árgangi! Fyrstur kemur, fyrstur fær!

 

Tuesday, May 14, 2013


UPPSKERUHÁTÍÐ ÍR HANDBOLTA MIÐ. 15. MAÍ

UPPSKERUHÁTÍÐ ÍR HANDBOLTA FER FRAM Á MORGUN MIÐ. 15. MAÍ MILLI KL. 18.00-20.00  Í AUSTURBERGI. 
VERÐLAUNAAFHENDINGAR Í ÖLLUM FLOKKUM OG GRILLAÐAR PYLSUR FYRIR ALLA. 

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ÖLL!

Tuesday, May 7, 2013

Handboltavaka 5.fl. Fös. 10. maí

Föstudagskvöldið 10. maí verður loksins hið árlega handboltamaraþon hjá 5. flokk kvenna og karla í AUSTURBERGI, keppni hefst kl. 21:15 og verður spilaður handbolti fram eftir nóttu.
Þetta er eitthvað sem 5. flokkur karla og kvenna hafa haldið á hverju tímabili eins langt aftur og elstu menn muna.

Dagskráin verður ca:
      kl. 20.30  Húsið  opnar, raðað í lið
      kl. 21.15  Keppni hefst
      kl. 22.00  Iðkendur - Foreldrar/Þjálfarar  (Stórleikur kvöldsins)
      kl. 23.00  Strákar - Stelpur , eldra og yngra ár
                     Blandað mót
                     Vítakeppni
                     Skotkeppni

Ca  kl. 01.00  Pizzur

Krakkarnir mega mæta með gos og nammi og 1.000-kr. Fyrir pizzu.

Hvetjum foreldra til að mæta í leikinn kl. 22 og að sjálfsögðu er öllum velkomið að vaka með krökkunum

Wednesday, April 24, 2013

FH-mótið



Liðin á mótinu á fimmtudaginn og föstudaginn hjá FH.

ÍR 3
Máni, Davíð, Snorri, Brynjar, Sævar, Dagur, Gummi,                          Sindri, Bergþór, Viktor, Hafþór

Mæting kl. 15:45

Föstudagur
Kaplakriki
Salur 1

16:20 ÍR3 – KA1
17:40 Grótta2 – ÍR3
19:40 HK2 – ÍR3
21:00 ÍR3 – HKR1



ÍR 4
Rökkvi, Hafsteinn, Tristan, Matti, Ingvar, Steinar, Bjarni, Baldur,                                                 Dritro, Aron, Valdimar, Daníel


Mæting kl. 14:00

Fimmtudagur
Kaplakriki
Salur 1




14:40 HK4 – ÍR4       
16:40 ÍR4 – UMFA2  
18:40 ÍR4 – Þróttur    
20:40 HKR2 – ÍR4                                                                                                                                                                         
Kveðja
Diddi