Sunday, June 8, 2014

Handboltaskóli ÍR

Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn! 

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK. 

Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080

 

 

Thursday, May 15, 2014

Handboltavakan

Á föstudaginn verður handboltavakan í Austurbergi.

Við ætlum að byrja klukkan 18. Það kostar 1000 krónur inn.
Foreldraboltinn verður klukkan 20.
Eftir hann munum við fá okkur pizzur. Síðan munum við spila handbolta og hafa gaman til klukkan 1.

Það má hafa með sér   nammi. Ávextir ekki vitlaus aukabiti.

Það fær enginn að fara út úr Austurberginu án fylgdar fullorðinna.

kveðja
Þjálfarar 5. flokks karla og kvenna

Tuesday, May 6, 2014

Eurovision eða Handbolt í kvöld ?

Eurovision eða Handbolt í kvöld ? Auðvelt val því þessir ÍR Pollar verða í Mýrinni kl. 19:30 þannig að við hvetjum alla til að mæta og sjá þá hala inn 12 stigum og tryggja sætið !! #handbolti #eurovision

ÍR Pollarnir - Diddi, Arnór, Danni og Jón

Friday, April 25, 2014

Mót HK - 5fl. Y (2001 árg)

Hæhæ næsta mót er núna um helgina, þetta er eldra árs mót og mæta allir sem eru fæddir 2001 ! HK heldur mótið og það er bæði spilað í Kórnum.
Fyrstu leikir eru á föstudaginn og því verður ekki æfing. Það er mæting 40 min fyrir fyrsta leik

Föstudagur.
16:20 2A Fylkir 2 ÍR 3

17:40 2A ÍR 3 Stjarnan 1

Laugardagur.

11:00 2A KA 2 ÍR 3

12:20 2A ÍR 3 Þór Ak. 1

 

-Arnór Freyr
17:40 2A ÍR 3 Stjarnan 1

Laugardagur.
11:00 2A KA 2 ÍR 3
12:20 2A ÍR 3 Þór Ak. 1

-Arnór Freyr.

 

Sunday, March 23, 2014

Mót 5.fl. ka Y 28.-30 mars. Skráning foreldra í stöður í Austurbergi og Seljaskóla

Við óskum eftir starfskröftum foreldra næstu helgi í Austurbergi og Seljaskóla þar sem mótið fer fram hjá 5.fl. ka. Yngra.

Vinsamlegast  skráið ykkur sem tímaverði/ritara á amk. 3. leiki í röð í skjalinu hér að neðan - þar sem við þurfum að manna völl 1 og 2 í Austurbergi og völl 1 í Seljaskóla.

Við höfum haldið mörg mót og yfirleitt hefur gengið mjög vel að fá foreldra viðkomandi flokks til að vinna á þeim mótum því  án ykkar hjálpar getum við ekki haldið svona mót fyrir börnin okkar!

Foreldrar - Tímaveriðr & Ritarar  skráning > https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdFN6NzZzS2I0MmxMMGJnMlo5ZjBGUlE&usp=drive_web#gid=6

Foreldrar og BOGUR á móti í Austurbergi.
Hússtjórn , Ritari og tímavörður

Foreldrar að störfum á móti í Austurbergi.
Kveðja
Barna og unglingaráð ÍR Handbolta

Tuesday, March 11, 2014

AÐALFUNDUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR

Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 19. mars n.k.

 

Fundartími: miðvikudaginn 19. mars 2013 kl. 19:30

Staður: ÍR heimilið í mjódd, 2. hæð

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.

 

Við hvetjum allt áhugafólk um ÍR-handbolta að mæta og kynnast starfinu betur. Framboð hafa borist í allar stöður stjórnar en við hvetjum fólk til að íhuga að koma og taka þátt.

Kveðja Stjórnin