Sunday, March 23, 2014

Mót 5.fl. ka Y 28.-30 mars. Skráning foreldra í stöður í Austurbergi og Seljaskóla

Við óskum eftir starfskröftum foreldra næstu helgi í Austurbergi og Seljaskóla þar sem mótið fer fram hjá 5.fl. ka. Yngra.

Vinsamlegast  skráið ykkur sem tímaverði/ritara á amk. 3. leiki í röð í skjalinu hér að neðan - þar sem við þurfum að manna völl 1 og 2 í Austurbergi og völl 1 í Seljaskóla.

Við höfum haldið mörg mót og yfirleitt hefur gengið mjög vel að fá foreldra viðkomandi flokks til að vinna á þeim mótum því  án ykkar hjálpar getum við ekki haldið svona mót fyrir börnin okkar!

Foreldrar - Tímaveriðr & Ritarar  skráning > https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdFN6NzZzS2I0MmxMMGJnMlo5ZjBGUlE&usp=drive_web#gid=6

Foreldrar og BOGUR á móti í Austurbergi.
Hússtjórn , Ritari og tímavörður

Foreldrar að störfum á móti í Austurbergi.
Kveðja
Barna og unglingaráð ÍR Handbolta

Tuesday, March 11, 2014

AÐALFUNDUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR

Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 19. mars n.k.

 

Fundartími: miðvikudaginn 19. mars 2013 kl. 19:30

Staður: ÍR heimilið í mjódd, 2. hæð

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn og tveir stjórnarmenn til vara.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.

 

Við hvetjum allt áhugafólk um ÍR-handbolta að mæta og kynnast starfinu betur. Framboð hafa borist í allar stöður stjórnar en við hvetjum fólk til að íhuga að koma og taka þátt.

Kveðja Stjórnin