Wednesday, January 30, 2013

Mót 5.fl. ka Y 8.-10 feb. Skráning foreldra í stöður í Austurbergi og Seljaskóla

Við óskum eftir starfskröftum ykkar foreldranna þessa helgi í Austurbergi og Seljaskóla þar sem mótið fer fram hjá 5.fl. ka. Yngra.

Vinsamlegast skráið ykkur á amk. 4. leiki í röð í skjalinu - þar sem við þurfum að manna völl 1 og 2 í Austurbergi og völl 1 í Seljaskóla

Opna skjal > https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdGRaVDhwU3ZjcWIxZnhVTTVJZHg2Q2c#gid=2

Tuesday, January 29, 2013

Hópefli

Þann 17. febrúar ætlum við að hafa hópefli. Mæting verður klukkan 9 út í Austurbergi og væntanleg heimkoma verður um klukkan 16. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Foreldraráð

Saturday, January 19, 2013

8. - 10. febrúar

5 flokksmót verður haldið á okkar vegum helgina 8. - 10. febrúar. Við óskum eftir starfskröftum ykkar foreldranna þessa helgi. Vinsamlegast takið því frá tíma yfir þessa helgi fyrir vinnu á mótinu. Vinnan felst í hússtjórn, tímavörslu og stigavörslu. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur mótinu.

kveðja
foreldraráð

Tuesday, January 15, 2013

1. -3. febrúar

Helgina 1. - 3. febrúar er eldri árs mót hjá Haukum. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig hér fyrir neðan sem fyrst.

kveðja
Diddi
Minni á að æfingin í dag er niðri í ÍR-heimili klukkan 5.

Saturday, January 12, 2013

15. janúar

Strax eftir æfinguna á þriðjudaginn ætlum við að fara í ÍR-heimilið og horfa á leikinn Ísland - Makedónía. Þar ætlum við að fá okkur pizzu, brauðstangir og gos. Það kostar 1000 krónur inn. Ágóðinn af pizzunum fer eins og áður í fjáröflunarsjóðinn fyrir Akureyrarmótið.
Munið að skrá ykkur hér fyrir neðan.

Foreldraráð

Wednesday, January 2, 2013

Merking keppnisbúninga

Sælir foreldrar

Strax í byrjun árs fer þetta ÁRÍÐANDI verkefni í gang.
Við þurfum að smala saman öllum búningum iðkennda og láta merkja þá Bílaleigu Akureyrar samkvæmt samningi.
Þið þurfið að senda barnið með búningin á fyrstu æfingu á nýju ári.
Þjálfari mun halda utan um verkefnið þar til allir hafa skilað búning, þá er hann sendur í merkingu.
Það er mikilvægt að þetta gangi hratt og vel fyrir sig.
Takk fyrir og gangi okkur vel.

Með kveðju.
Róbert H Hnífsdal Halldórsson
Varaformaður Handknattleiksdeild